Ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar að störfum í Sunnuhlíð

17. feb. 2011

Nú hefur bæst enn frekar við verkefni Kópavogsdeildar innan Sunnuhlíðar en ungir sjálfboðaliðar úr áfanganum sjálfboðið starf 102 hafa nú hafið sjálfboðin störf á dvalarheimilinu. Starf þeirra felst  í stuðningi við starfsfólk og þátttakendur í svokallaðri virkni þar sem dvalargestir sinna handavinnu og félagslegu starfi. Þátttakendur í virkninni hafa meðal annars unnið fjöldan allan af fallegum, handgerðum prjónateppum í gegnum tíðina.Teppin nýtast vel í ungbarnapakka sem Kópavogsdeild sendir til Malaví og Hvíta Rússalands en þar eru þeir meðal annars afhentir einstæðum mæðrum og fjölskyldum í neyð.
 

Kópavogsdeild hefur lagt heimilinu lið í 25 ár og nú eru margir sjálfboðaliðar að störfum í fjölbreyttum verkefnum á heimilinu. Eitt helsta hlutverk þeirra hingað til hefur verið umsjón og þátttaka í söngstundum, upplestri og við messuhald. Auk þess skiptast tveir sjálfboðaliðar á að koma vikulega með hunda sína í heimsókn, heimilisfólki til mikillar ánægju.
 

Það er Kópavogsdeildinni mikið ánægjuefni að geta stutt dyggilega við starf og rekstur Sunnuhlíðar með enn frekara móti.