Hundavinir hittast

7. mar. 2011

Hundavinir Rauða krossins hittust í fyrsta útihitting sínum við Reynisvatn í Grafarholti síðastliðinn þriðjudag.

Hundar taka þátt í heimsóknum til þeirra sem þess óska með eigendum sínum, bæði á stofnunum og í heimahúsum og eru til að mynda oft hvatning til þeirra sem vilja fara út að ganga. Hundarnir þurfa fyrst að uppfylla viss skilyrði til að fara með og eigendur þeirra sækja einnig sérsniðin námskeið fyrir sjálfboðaliða áður en heimsóknir hefjast.

Gengið var í kringum vatnið og var mikið fjör. Hundarnir nutu sín ekki síður við að kynnast hvor öðrum og voru þeir mikið að leika sér.

Hundavinir hittast nú alltaf síðasta þriðjudag hvers mánaðar.