Góð mæting á aðalfund

11. mar. 2011

Í gærkvöldi var aðalfundur Kópavogsdeildar og mættu yfir 30 manns á fundinn. Talsverð endurnýjun varð í stjórn og varastjórn á fundinum. Kjörnir voru fjórir stjórnarmenn, tveir í varastjórn og tveir skoðunarmenn. Garðar Briem fyrrverandi formaður Kópavogsdeildar og fulltrúi kjörnefndar kynnti frambjóðendur, auk hans sátu Reynir Guðsteinsson og Anna Þrúður Þorkelsdóttir í nefndinni.

Guðbjörg Sveinsdóttir var endurkjörin í stjórn til tveggja ára og Ingibjörg Bjartmaz úr varastjórn var kjörin í stjórn til tveggja ára. Þá var Ingibjörg Ingvadóttir kjörin í stjórn til tveggja ára og Samúel Örn Erlingsson í stjórn til eins árs. Í varastjórn til tveggja ára voru kjörin þau Sigrún Árnadóttir, sem áður sat í aðalstjórn og Gunnar M. Hansson sem setið hefur í varastjórn í tvö ár. Skoðunarmenn voru kjörin þau Guðmundur Kr. Einarsson og Rúna H. Hilmarsdóttir, bæði kjörin til tveggja ára.

Deildin þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin um leið og hún býður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Nánari  upplýsingar um starfsemi deildarinnar á síðasta ári er að finna í ársskýrslu sem kynnt var á fundinum og má skoða hana hér. Á fundinum fór Ingibjörg Lilja yfir skýrslu stjórnar og kynnti framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Arnfinnur Daníelsson gjaldkeri kynnti ársreikninginn fyrir 2010 og var hann lagður fyrir fundinn til samþykktar. Hann var samþykktur samhljóða. Hjördís Einarsdóttir fyrrverandi stjórnarmaður í Kópavogsdeild var fundarstjóri.