Birta brött og bleik heimsækir Kópavogsdeild

25. mar. 2011

Krakkarnir í Enter og Eldhugum fengu skemmtilega heimsókn í vikunni en kötturinn Birta kom í heimsókn ásamt eiganda sínum Belindu Theriault. Belinda byrjaði á að lesa upp úr bókinni ,,Birta brött og bleik” sem fjallar um hvernig hægt er að takast á við fordóma á skemmtilegan hátt og að allir þurfi ekki að vera steypti í sama mót.  Þegar upplestrinum var lokið kom Belinda krökkunum á óvart með því að sækja Birtu og leyfa henni að vera með og hitta krakkana.


Krakkarnir tóku Birtu vel og fengu allir sem vildu að halda á henni og knúsa aðeins.  Það má með sanni segja að Birta og eigandi hennar breiði út góða boðskap en þær eru nú orðnar heimsóknavinir hjá Rauða krossinum.