Duglegar vinkonur héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

28. mar. 2011

Þær Guðrún, Ásta og Katla Rut, allar nemendur í 4. bekk í Kársnesskóla héldu tombólu á dögunum og söfnuðu 1.207 kr. til styrktar Rauða krossinum.  Þær höfðu safnað dóti í smá tíma og seldu fyrir utan sundlaug Kópavogs. Framtakinu var vel tekið og fengu þær góð viðbrögð frá gestum sundlaugarinnar.

Afrakstur tombólunnar rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
 

Þessar stúlkur eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.