Námskeiði POWERtalk vel tekið

7. apr. 2011

POWERtalk deildin Fífa í Kópavogi hélt þriggja kvölda námskeið fyrir atvinnuleitendur og sjálfboðaliða Rauða krossins í mars. Á námskeiðinu var farið yfir framkomu í ræðustól, líkamstjáningu, uppbyggingu ræðu og margt fleira. Almenn ánægja var með námskeiðið og höfðu sjálfboðaliðar á orði að það væri gaman að fá tækifæri til að þjálfa sig í að tala fyrir framan hóp af fólki.

Þjálfunarsamtökin POWERtalk International eru alþjóðlegur félagsskapur sem býður upp á markvissa þjálfun í öflugum tjáskiptum svo sem ræðumennsku, félagsmálum, fundarsköpum og mannlegum samskiptum, ásamt  skipulagningu og stjórnun, með sjálfsnámi og jafningjafræðslu. Grunnþjálfunin fer fram í deildum og eru þær starfræktar á nokkrum stöðum á landinu.

Kópavogsdeild þakkar Fífu frábært framtak, hlýhug og veit að námskeiðið mun nýtast atvinnuleitendum og sjálfboðaliðum deildarinnar vel.