Kópavogsdeild býður upp á námsaðstoð í Molanum

4. maí 2011

Kópavogsdeild býður upp á ókeypis námsaðstoð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi.
 

Í Molanum er opin lesaðstaða fyrir nemendur alla virka daga en dagana 4. maí, 6.maí, 9.maí og 10. maí kl. 17-19 verða sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild á staðnum. Þar munu þeir veita þeim sem vantar sérstaka leiðsögn í stærðfræði en sjálfboðaliðarnir búa allir yfir góðri þekkingu í því fagi. Einnig er hægt að óska eftir aðstoð í öðrum fögum með því að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is
 

Tilgangur þessa verkefnis er að sporna gegn brottfalli nemenda úr námi með því að veita þeim sérstaka aðstoð yfir prófatímann. Verkefnið hefur nýst mörgum vel undanfarin misseri og Kópavogsdeild hvetur sem flesta nemendur til að nýta sér þessa aðstoð.