Margt um að vera hjá Enter krökkunum

9. maí 2011

Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið á döfinni síðustu vikur hjá Enter krökkunum. Þau fengu meðal annars góða heimsókn þar sem söngur var á dagskránni en Birte Harksen tónlistarkennari kenndi börnunum ýmsis lög sem vöktu mikla athygli og lukku hjá börnunum. Uppruni laganna var frá ýmsum löndum og meðal annars frá þeirra fæðingarlöndum. Þá fóru krakkarnir einnig í heimsókn í Þjóðminjasafnið þar sem þau fengu góðar móttökur, fengu málörvun og fóru í ýmsa leiki. Á laugardaginn næsta verður síðan farið með hópinn í hina árlegu vorferð þar sem börnin fá að fara á hestbak og leiki úti í náttúrunni.
 

Enter er starf með ungum innflytjendum sem felur í sér málörvun og tómstundastarf fyrir nemendur í móttökudeild fyrir nýbúa í Álfhólsskóla. Alla miðvikudaga koma börnin í Rauðakrosshúsið í Kópavogi þar sem þeir fá málörvun í gegnum fjölbreytta fræðslu og leiki sem og upplýsingar um félagsstarf og menningu á höfuðborgarsvæðinu í gegnum kynningar og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.