Sjálfboðaliðar kynntu verkefni deildarinnar í Íþróttahúsinu Digranesi

10. maí 2011

Um helgina var uppskeruhátíð eldra fólks í Kópavogi haldin í Íþróttahúsinu Digranesi. Margt var á dagskránni og var mikið um að vera. Boðið var uppá kynningar á félagslífi eldri borgara, samkvæmisdansa, jóga, tréskurð, bókband og margt fleira.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi létu sig ekki vanta og voru með bás á staðnum. Þar var hægt að fræðast um hin ýmsu verkefni deildarinnar ásamt því að spjalla við sjálfboðaliða um starfið. Þó nokkur umgangur var um básinn og vel var tekið á móti öllum sem stoppuðu við.

Kópavogsdeild þakkar aðstandendum hátíðarinnar fyrir að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu uppákomu.