Kópavogsdeild á afmæli í dag 12.maí.

12. maí 2011

Kópavogsdeild var stofnuð þennan dag árið 1958 og fagnar því nú 53 ára afmæli sínu. Deildin hefur stækkað hratt síðustu ár og er nú með fjöldan allan af öflugum sjálfboðaliðum sem starfa í fjölbreyttum verkefnum.

Deildin leitast reglulega við að umbuna sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf og má þess geta að fyrir skemmstu bauð Borgarleikhúsið 60 sjálfboðaliðum ásamt mökum á sýninguna ,,Nei-Ráðherra“ og komust færri að en vildu.

Laugardaginn 28.maí verður haldinn vorfagnaður sjálfboðaliða í Dvöl, Reynihvammi 43. Deildin vonast til þess að sjá sem flesta sjálfboðaliða gleðjast saman og fagna öflugu vetrarstarfi um leið og við höldum inn í sumarið.