Námskeiðið Slys og veikindi barna 31.maí og 1.júní

27. maí 2011

Þann 31. maí og 1. júní verður haldið 6 klukkustunda námskeið um forvarnir gegn slysum og viðbrögð við veikindum barna. Kennslan fer fram í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi, Hamraborg 11, á 2.hæð milli 18 og 21 báða dagana.

Skráning er í fullum gangi og ennþá eru nokkur pláss laus. Hægt er að skrá sig beint á námskeið með því að smella hér. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is eða hringja í síma 554-6626 og fá nánari upplýsingar.