Árleg kirkjuferð á uppstigningardag
Á uppstigningardag var farin hin árlega kirkjuferð með heimilisfólkinu í Sunnuhlíð. Þá er fólkinu boðið í messu í Kópavogskirkju í tilefni af kirkjudegi aldraðra sem er þennan sama dag. Heimsóknavinir og sjálfboðaliðar deildarinnar sem sjá um upplestur og söngstundir í Sunnuhlíð fara í ferðina og aðstoða fólkið á leiðinni. Eftir messu er svo boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Að þessu sinni fóru yfir 40 manns í ferðina og um 10 sjálfboðaliðar.
Sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild hafa verið hluti af starfi Sunnuhlíðar í fjöldamörg ár og í dag er þar hópur sem sér um upplestur, tveir sönghópar, tvær heimsóknir með hunda auk þess sem sjálfboðaliði fer með heimilisfólk út að ganga.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi sjálfboðaliða í Sunnuhlíð geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.
- Eldra
- Nýrra