Laus pláss á námskeiðið Gleðidagar
Nokkur pláss voru að losna á námskeiðið Gleðidagar sem Kópavogsdeild stendur fyrir núna í júní. Námskeiðin verða tvö og eru fyrir börn fædd á árunum 2002-2004. Fyrra námskeiðið verður 20.-24. júní og það síðara 27. júní-1. júlí.
Á námskeiðinu eru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda. Markmið námskeiðsins er að tengja saman kynslóðirnar og miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli. Rauði kross Íslands stendur fyrir námskeiðunum í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Meðal þess sem boðið er upp á eru: gamlir leikir, tafl, prjónaskapur, tálgun, hnútabindingar, kveðskapur, söngur, ljósmyndun, skyndihjálp og vettvangsferðir.
Gleðidaganámskeiðin eru haldin frá mánudegi til föstudags frá kl 9-16.
Námskeiðin eru frí og boðið er upp á hádegisverð, gleði og gaman!
Hægt er að skrá þátttöku hér að neðan:
Skráning
- Eldra
- Nýrra