Tombóla!

9. jún. 2011

Vinkonurnar Mjöll Ívarsdóttir, Kolka Ívarsdóttir, Eyrún Flosadóttir og Helga Hlíf Snorradóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborginni til styrktar Rauða kossinum. Þær söfnuðu alls 3.042 kr. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Þessar stúlkur eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.