Viðhorfskönnun vegna viðburða í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg

16. jún. 2011

Viðhorfskönnun hefur verið sett upp hérna á síðunni vegna opna hússins sem Kópavogsdeild hefur boðið upp á síðustu misseri. Gestir á opnu húsi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg eru beðnir um að svara þessari stuttu viðhorfskönnun varðandi þátttöku sína í viðburðum hússins. Markmiðið er að kanna hverjir hafa sótt viðburði á opnu húsi og hvað gestunum hefur fundist um dagskrána. Þá er einnig hægt að koma með tillögur að dagskrárliðum fyrir haustið. Könnunina er að finna með því að smella hér.