Gaman á Gleðidögum

22. jún. 2011

Kópavogsdeild heldur námskeiðið „Gleðidagar – ungur nemur gamall temur“ þessa dagana. Námskeiðið er ókeypis og er fyrir 7-9 ára börn. Það er haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru að mestu eldri borgarar og er markmiðið að þeir yngri læri af þeim eldri. Deildin heldur tvö námskeið, eitt í þessari viku og það seinna í næstu viku. Fullt er á bæði námskeiðin.

Í gær fóru börnin í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og lærðu um starfsemi þess. Á dagskrá er líka meðal annars prjónakennsla og hnútabindingar. Börnin fá leiðsögn í skyndihjálp alla daga námskeiðsins, þau fara á söfn, í leiki og njóta útiveru þegar veðrið er gott.