Rauði krossinn vinsælastur á Facebook

5. júl. 2011

Facebook, fyrirtækið sem rekur samnefndan félagsmiðil, hefur með hjálp notenda vefsins valið Rauða krossinn sem þá alþjóðlegu hjálparstofnun sem fjallað verður sérstaklega um á miðlinum. Í tilefni af Degi félagsmiðla í síðustu viku gerði Facebook skoðanakönnun meðal þeirra 46 milljóna manna sem fylgjast með fréttum af fyrirtækinu. Fólk var spurt hvaða hjálparstofnun af fjórum sem nefndar voru það vildi hafa í hávegum á deginum.

Af þeim fjórum stofnunum eða félögum sem nefnd voru – Alþjóðaráð Rauða krossins, Læknar án landamæra, Livestrong og UNICEF – fékk Rauði krossinn rúmlega helming atkvæða.

Kópavogsdeild er með síðu á Facebook og geta áhugasamir gerst vinir deildarinnar þar. Á síðunni er hægt að fylgjast með fréttum og viðburðum hjá deildinni. Síðuna má finna með því að smella hér.

Finna má síðu Alþjóðaráðs Rauða krossins hér og síða Rauða kross Íslands er hér.