Þakkir til sjálfboðaliða og leiðbeinenda!

6. júl. 2011

Kópavogsdeild hélt námskeiðið Gleðidagar tvisvar sinnum í júní og vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og leiðbeinendum sem tóku þátt og stuðluðu að vel heppnuðum námskeiðum. Alls nutu 30 börn á aldrinum 7-9 ára leiðsagnar eldri borgara og lærðu af þeim. Markmiðið með námskeiðunum var að þeir yngri lærðu af þeim eldri. Börnin lærðu meðal annars að prjóna og binda hnúta. Þau fóru á söfn, lærðu um plöntur, fóru í leiki og nutu útiveru. Þá heimsóttu þau einnig hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og lærðu um starfsemi þess.

Bestu þakkir til allra sem lögðu deildinni lið á námskeiðunum!


 

Börnin fóru í dægradvölina í Sunnuhlíð og kynntu sér hvað heimilisfólkið gerði þar.