Góð gjöf

8. ágú. 2011

Katrín Rós Torfadóttir kom færandi hendi í Rauðakrosshúsið í Kópavogi. Hún vildi leggja Rauða krossinum lið en nú stendur yfir söfnunarátak vegna hungursneyðar í Sómalíu. Framlag hennar verður nýtt til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör sem Rauði krossinn gefur börnum á næringarstöðvum í Sómalíu. Katrín Rós safnaði peningum með því að fara út að ganga með hunda en hún gaf einnig hluta af afmælispeningum sínum. Hún færði Rauða krossinum rúmlega 3.000 krónur en þær duga til að kaupa hnetusmjör handa tveimur alvarlega vannærðum börnum. Að öllu jöfnu tekur tvær til fjórar vikur að hjúkra barni þannig til fullrar heilsu eftir að það kemur illa vannært til Rauða krossins.

Alþjóða Rauði krossinn segir að hvergi í heiminum sé vannæring barna jafn mikil og í Sómalíu, þar sem ástandið hefur hríðversnað á undanförnum vikum. Framlag Katrínar Rósar er því mikilvægt sem og framlag annarra til þessarar söfnunar. Hægt er að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og leggja fram 1.500 krónur sem dragast af næsta símreikningi. Einnig er hægt að leggja inn á reikning hjálparsjóðs Rauða krossins í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.