Tombóla

11. ágú. 2011

Systkinin Ísólfur Unnar og Friðný Karítas héldu tombólu á dögunum í Hamraborg og komu með afraksturinn til Kópavogsdeildar. Þau söfnuðu 1.000 kr. og mun framlag þeirra aðstoða börn í neyð erlendis.

Systkinin eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.