Leikföng óskast

17. ágú. 2011

Kópavogsdeild óskar eftir leikföngum fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Deildin heldur vikulegar samverur fyrir foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn. Boðið er upp samverur þar sem reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar og fræðsla fyrir foreldrana. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og vantar nú fleiri leikföng fyrir hópinn.

Ef þú átt einhver leikföng sem þú mátt sjá af fyrir börn á þessum aldri þætti okkur vænt um ef þú kæmir með þau til okkar í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11 á virkum dögum á milli kl. 9 og 15.