Krakkarnir duglegir með tombólur

19. ágú. 2011

Síðustu daga hafa nokkrir vinir komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi með afrakstur tombólu og styrkt Rauða krossinn. Vinirnir Birkir Steinarsson og Sigurjón Bogi Ketilsson sem eru í Snælandsskóla og á leið í 5. bekk héldu tombólu í Hamraborginni og söfnuðu alls 8.122 kr. Þá héldu vinkonurnar Saga Dögg Christinsdóttir, Freyja Ellingsdóttir og Hafdís Ósk Hrannarsdóttir tombólu fyrir utan Samkaup í Vatnsendahverfinu og söfnuðu rúmlega 6 þúsund krónum. Þær eru í Hörðuvallaskóla og einnig á leið í 5. bekk. Hægt er að sjá myndir af þeim hér fyrir neðan.

Þessar krakkar eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.
 

Sigurjón Bogi og Birkir.
Hafdís Ósk, Freyja og Saga Dögg.