Hefurðu áhuga á handverki og vilt gefa af þér?

30. ágú. 2011

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í skemmtilegu og handavinnumiðuðu fjáröflunarverkefni. Deildin er að fara af stað með basarhóp sem hefur það hlutverk að útbúa ýmis konar handverk fyrir jólabasar. Okkur vantar áhugasamt fólk í hópinn til að föndra, prjóna, hekla, sauma eða búa til hvers kyns handverk til að selja á basarnum. Vertu með og nýttu handavinnu til góðs!

Hópurinn hittist vikulega á þriðjudögum á milli kl. 10 og 14 í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11. Hafðu samband í síma 554 6626 eða mættu á samveru hópsins og kynntu þér málið!