Opið hús á Hamraborgarhátíð

2. sep. 2011

Kópavogsdeild verður með opið hús í húsnæði sínu laugardaginn 3. september í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Hægt verður að kíkja í kaffi og kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 13-16 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þá verða einnig til sölu prjónavörur sjálfboðaliða en ágóðinn rennur í verkefnið Föt sem framlag.

Ásamt Kópavogsdeild ætla menningarstofnanir, listamenn, íþróttafélög og fleiri að setja skemmtilegan svip á Hamraborgina þennan dag.

Allir velkomnir!