Takk fyrir stuðninginn!

14. apr. 2012

Vorbasar deildarinnar var haldin í dag og var afraksturinn 190.000 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða.  Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur,  sjálfboðaliðar í basarhópi lögðu til ýmis konar handverk og nemar í MK mættu með bakkelsi auk þess að vinna á markaðnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum deildarinnar. Handverk sjálfboðaliða verður áfam til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15.

Deildin færir sjálfboðaliðum sem lögðu fram krafta sína fyrir basarinn bestu þakkir sem og öllum þeim sem styrktu deildina með kaupum sínum. Takk fyrir!