Námskeiðahald í blóma

16. jún. 2003

Vel á þriðja hundrað manns hafa sótt námskeið á vegum Kópavogsdeildar það sem af er ári. Er þá miðað við námskeið
 

   Þátttakendur á Börn og umhverfi  

sem kennd hafa verið í húsnæði deildarinnar að Hamraborg 11 en auk þess hefur deildin skipulagt námskeið í skyndihjálp í grunnskólum Kópavogs. Um er að ræða margföldun á fjölda þátttakenda á námskeiðum miðað við fyrri ár. Námskeið í sálrænni skyndihjálp voru nokkur talsins í byrjun ársins og eftirspurnin mikil. Auk þess voru vel sótt námskeiðin Slys á börnum og Almenn skyndihjálp. Metaðsókn varð síðan á námskeiðið Börn og umhverfi í maí og júní en þrjú slík námskeið voru fullskipuð. Kópavogsdeild mun halda fleiri námskeið í haust og vetur og verða þau m.a. auglýst á vefnum en einnig er hægt að nálgast upplýsingar um námskeiðin á skrifstofu deildarinnar.