Fataflokkunarstöðin flytur í Kópavog

5. júl. 2003

Fataflokkunarstöð Rauða kross Íslands flytur á næstunni í Akralind 2 í Kópavogi. Skrifað hefur verið undir 8 ára leigusamning að húsnæðinu sem er 410 m2 að stærð og fékk Rauði krossinn húsnæðið afhent 1. júlí síðastliðinn. Fataflokkunarstöðin er rekin af Rauða kross deildunum á höfuðborgarsvæðinu og hefur stöðin að undanförnu verið staðsett að Stórási 4 í Garðabæ. Í fataflokkunarstöðinni fer fram flokkun á fatnaði sem safnað er í samvinnu við Sorpu og kemur að góðum notum í hjálparstarfi innan lands og erlendis. Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna veigamiklu hlutverki í starfsemi fataflokkunarstöðvarinnar.