Dvalarfólk á Njáluslóðum

15. júl. 2003

Starfsfólk og gestir Dvalar fengu frábærar móttökur í árlegri sumarferð sinni sem farin var nýlega. Að þessu sinni lá leið
 

 Áð við Kaffi Langbrók

Dvalarfólks um Njáluslóðir og tók Guðjón Einarsson, Rauða kross maður á Hvolsvelli, að sér að leiðsegja hópnum. Eftir að hafa notið þess besta í náttúru og sögu svæðisins undir góðri leiðsögn Guðjóns, Arthúrs Björgvins Bollasonar og Þórðar Tómassonar snæddi hópurinn kvöldverð á Hvolsvelli í boði Rauða kross deildarinnar Ramgárvallasýslu. Ferðalangarnir færa Rauða krossinum og Öryrkjabandalaginu bestu þakkir fyrir styrk sem þeir fengu til fararinnar. Meira