Rúna Hilmarsdóttir í stjórn í stað Elsu Vilmundardóttur

5. sep. 2003

Elsa Vilmundardóttir, ritari og varaformaður Kópavogsdeildar, hefur látið af setu í stjórn deildarinnar en á stjórnarfundi 3. september síðastliðinn var samþykkt að Rúna H. Hilmarsdóttir tæki sæti í stjórninni í hennar stað sem meðstjórnandi. Rúna sat áður í varastjórn.
Elsa óskaði eftir að draga sig í hlé vegna fyrirhugaðra búferlaflutninga og anna vegna þeirra en tekur sæti í varastjórn og fylgist því áfram vel með starfi deildarinnar. Guðrún Mjöll Sigurðardóttir hefur tekið við embætti ritara og varaformanns í stað Elsu. Elsa kom inn í stjórnina árið 2000 og hefur starfað sem ritari og varaformaður frá 2001 ásamt því að vera fulltrúi deildarinnar í stjórn fataflokkunarstöðvarinnar.
Rúna er margreyndur sjálfboðaliði Kópavogsdeildar. Hún hefur áður setið í stjórn deildarinnar og hefur mikla reynslu af sjálfboðnu starfi í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða. Guðmundur K. Einarsson gjaldkeri er nýr fulltrúi deildarinnar í stjórn fataflokkunarstöðvarinnar.