Hjálparstarf í Írak - fræðslufundur

9. sep. 2003

Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og stjórnarmaður í Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, tók nýlega þátt í hjálparstarfi í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. Guðbjörg vann að því að meta aðstæður geðsjúkra í Írak og koma með tillögur um úrbætur og verkefni. Guðbjörg segir frá upplifunum sínum í Írak í máli og myndum á opnum fræðslufundi Kópavogsdeildar fimmtudaginn 11. september kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Hamraborg 11, 2. hæð. Allir velkomnir.