Nýir sjálfboðaliðar

19. sep. 2003

Kynningarfundur á sjálfboðnu starfi Kópavogsdeildar heppnaðist mjög vel. Á fundinn mættu karlar og konur á aldrinum 16-75 ára sem lýstu yfir áhuga á að taka þátt í fjölmörgum verkefnum deildarinnar s.s. heimsóknaþjónustu, neyðarvörnum, fataflokkun, aðstoð við geðfatlaða og afgreiðslu í L-12. Nýir sjálfboðaliðar munu því hefja störf á næstunni. Í reynd hefur sjálfboðaliðum deildarinnar fjölgað umtalsvert að undanförnu því áhugasamir hafa einnig skráð sig til sjálfboðinna starfa í gegnum vefinn eða haft samband símleiðis. Þeir sem ekki komust á kynningarfundinn eru einmitt hvattir til þess að hafa samband því deildin heldur áfram að fjölga sjálfboðaliðum.