Svæðisfundur haldinn í Kópavogi

14. nóv. 2003

Svæðisfundur Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu var haldinn 13. nóvember í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins. Fjöldi fulltrúa Rauða kross deilda á svæðinu sótti fundinn en meðal annarra fundarmanna var formaður Rauða kross Íslands, Úlfar Hauksson.     Á fundinum var samþykkt fjárhags- og verkefnaáætlun svæðisráðs 2004 auk verkefnaáætlunar til næstu fjögurra ára. Svæðisráð er skipað fulltrúum allra Rauða kross deilda á svæðinu og heldur utan um sameiginleg verkefni deildanna. Meðal verkefna á svæðisvísu eru fræðsla um Rauða krossinn í grunnskólum, fatasöfnun og flokkun, rekstur Fjölsmiðjunnar, fjölbreytt námskeið og sumarbúðir fyrir börn og ungmenni.

Nýr formaður svæðisráðs
Á svæðisfundinum var Guðrún Mjöll Sigurðardóttir skipuð formaður svæðisráðs næsta árið. Guðrún Mjöll er jafnframt ritari og varaformaður Kópavogsdeildar Rauða krossins.