Opið hús á alþjóðadegi Rauða krossins

7. maí 2004

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í Kópavogsdögum og heldur opið hús í Hamraborg 11, 2. hæð, laugardaginn 8 maí kl. 14-16.

8. maí er alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Margt verður í boði, meðal annars gamaldags tombóla með engum núllum og myndlistarsýning ungra innflytjenda. Auk þess verður hleypt af stokkunum söfnun sem ber yfirskriftina Hjálpum börnum í stríði. Iceland Express ætlar að ganga til liðs við Rauða krossinn og safna erlendu klinki meðal farþega sinna.

Við hvetjum alla velunnara deildarinnar og sjálfboðaliða fyrr og nú til þess að koma í heimsókn og fá hressingu, einnig þá er hafa áhuga á að kynna sér og taka þátt í fjölbreyttu sjálfboðnu starfi á vegum deildarinnar.