Duglegir krakkar í Kópavogi safna fyrir börn í stríði

12. maí 2004

Nokkrir duglegir krakkar afgreiddu á tombólu sem haldin var á opnu húsi Kópavogsdeildar Rauða krossins á alþjóðadegi hreyfingarinnar. Þau voru Anna Margrét Benediktsdóttir, Hjalti Freyr Óskarsson og Sigurrós Halldórsdóttir.

Ágóðinn, 13.361 krónur, rennur allur til hjálpar börnum á átakasvæðum. Ýmsir aðilar lögðu Rauða krossinum lið á tombólunni en heimsóknavinir, verslanir í Hamraborg og fleiri gáfu vinningana sem voru um 200 talsins. Kópavogsdeild kann þessum aðilum innilegar þakkir fyrir framlagið. Auk ágóðans af tombólunni var talið upp úr söfnunarbauk sem staðið hefur í sjálfboðamiðstöðinni undanfarið og peningunum úr bauknum, um 17.000 krónum, verður varið til sama málefnis.