Kópavogsdeild heldur námskeiðið Börn og umhverfi

14. maí 2004

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni fædd 1990, 1991 og 1992.

Annað námskeið: 19., 21., 24. og 25. maí kl. 17-20
Þriðja námskeið: 2., 3., 7. og 8. júní kl. 17-20 

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp.

Þátttakendur fá innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Námskeiðsgjald er 5.300 kr. Innifalin eru bókin Börn og umhverfi, bakpoki með skyndihjálparbúnaði og hressing.

Kennt er í Hamraborg 11, 2. hæð.

Skráning í síma 554-6626 eða á kopavogur@redcross.is