Námskeiðið Mannúð og menning í Kópavogi í júlí

11. jún. 2004

Rauði krossinn býður upp á sumarnámskeið sem kallast Mannúð og menning og er fyrir krakka á aldrinum 9-11 ára. Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um starf Rauða krossins, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. Námskeiðið stendur frá mánudegi til föstudag frá 9-16 alla dagana og kostar 6000 kr.

Námskeiðin verður haldið 12.-16. júlí í Kópavogi að Hamraborg 11

Skráning fer fram hjá Kópavogsdeild í síma 554-6626 á milli 12 og 14 alla virka daga eða í gegnum tölvupóst kopavogur@redcross.is.