Munið Súdan

10. ágú. 2004

Neyðarástand ríkir nú í Darfur í Súdan. Að minnsta kosti milljón manna er á vergangi í Darfur og 150 þúsund hafast við í flóttamannbúðum í nágrannaríkinu Chad.

 

Alþjóða Rauði krossinn hefur hrundið af stað umfangsmiklu hjálparstarfi á svæðinu en Rauði kross Íslands tekur þátt með því að leggja fram fjármagn og senda fólk til að sinna brýnustu þáttum hjálparstarfsins.

 

Landsmenn geta lagt sitt af mörkum í söfnuninni með því að hringja í 907 2020. Með símtalinu renna 1.000 krónur til hjálparstarfsins í Súdan en fyrir þá upphæð er hægt að brauðfæða barn í tvo mánuði.