Kátir krakkar á námskeiði í Kópavogi

20. ágú. 2004

Nýverið tóku níu krakkar þátt í námskeiðinu mannúð og menningu hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands.

 

Krakkarnir fræddust um hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þau lærðu einnig um skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið.