Sjálfboðaliðar óskast

26. ágú. 2004

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna heimsóknaþjónustu.

Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboða-
miðstöðinni Hamraborg 11 miðvikudaginn 1. september kl. 18-21.

Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.

Heimsóknavinir Kópavogsdeildar rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einka-
heimili og stofnanir. Auk undirbúningsnámskeiðsins bjóðum við sjálfboðaliðum okkar námskeið í skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp án endurgjalds, auk annarrar þjálfunar og fræðslu.

Einnig óskar Kópavogsdeild eftir sjálfboðaliðum í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða, meðal annars með því að hafa athvarfið opið á laugardögum. Þeir taka þátt í starfsemi athvarfsins og veita gestunum félagsskap. Sjálfboðaliðar vinna einnig að því að rjúfa einangrun geðfatlaðra með heimsóknaþjónustu.

Áhugasamir geta haft samband í síma 554 6626 eða í gegnum tölvupóst á kopavogur@redcross.is