Duglegar stelpur safna fyrir Rauða krossinn

30. ágú. 2004

Þúsund íslenskra barna hafa á undanförnum árum tekið þátt í að bæta líf fátækra jafnaldra sinna annars staðar í veröldinni með því að selja ýmsan smávarning og afhenda Rauða krossinum ágóðann.


Mörg þessara barna koma úr Kópavogi en hópur þeirra afhenti Kópavogsdeild Rauða krossins tombóluágóða að upphæð 6.500 krónur nýlega. Þessir duglegu stelpur voru Ásta Rún Guðmundsdóttir, Jónína Kristbjörg Björnsdóttir og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands færir þeim bestu þakkir fyrir.

Á myndina vantar Sigríði.