Við þurfum á sjálfboðaliðum að halda

28. sep. 2004

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 2. október. Stefnt er að því að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum. Við þurfum því á liðsinni fjölda sjálfboðaliða að halda. Að þessu sinni söfnum við til hjálparstarfs meðal barna sem búa við ógnir stríðsátaka. Málefnið er brýnt því meira en helmingur þeirra sem verða fyrir barðinu á átökum eru börn.

Söfnunarstöðvar í Kópavogi eru Digranesskóli, Hamraborg 11, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli og Snælandsskóli. Allar opna þær klukkan 10 og eru sjálfboðaliðar hvattir til að mæta í þá söfnunarstöð sem er næst heimili þeirra.

Skráning fer fram hér og í síma 554 6626 kl. 12-14 alla virka daga.

Við biðjum Kópavogsbúa að taka sjálfboðaliðum okkar vel og muna að hafa handbært fé þegar þeir banka uppá. Sjálfboðaliðarnir verða merktir Rauða krossinum og hafa meðferðis sérstaka bauka.