Hjálpfús kominn á alla leikskóla í Kópavogi

18. okt. 2004

Fræðslupakkinn Hjálpfús heimsækir leikskólann hefur nú verið afhentur á öllum leikskólum í Kópavogi.  Allir leikskólar á landinu fá pakkann að gjöf frá Rauða krossi Íslands.

Fræðslupakkinn innheldur sex sögur sem sagðar eru af Rauða kross stráknum Hjálpfúsi í formi fingrabrúðu með aðstoð leikskólakennarans. Fræðsluefnið hefur það að markmiði að kenna börnum mikilvægi þess að hjálpa bágstöddum.