Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fjölmenntu í leikhús

1. nóv. 2004

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fjölmenntu um helgina á Geitina í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið gaf deildinni fríðmiða á sýninguna og nýttu um 50 sjálfboðaliðar sér þetta kostaboð. Deildin færir Borgarleikhúsinu bestu þakkir fyrir miðana.

Geitin fjallar um farsælan arkitekt sem hefur verið hamingjusamlega giftur í fjölda ára þegar hann hittir Sylvíu. Sylvía töfrar hann upp úr skónum en er ekki öll sem hún er séð.