Heimsóknavinir Kópavogsdeildar hittast

3. nóv. 2004

Mánaðarlegt hópefli heimsóknavina var haldið í gærkvöldi. Um 20 heimsóknavinir komu saman í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og hristu saman hópinn.

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands, hélt erindi um hjálparstarf Rauða krossins í Kazakstan en þar starfaði hann sem sendifulltrúi Rauða krossins. Heimsóknavinirnir luku síðan kvöldinu með söng og gítarspili.