Góðverk fyrir önnur börn

9. maí 2012

Vinirnir Hlynur Freyr og Henrik úr 4. bekk í Kópavogsskóla vildu gera góðverk fyrir önnur börn. Þeir söfnuðu dósum og var afraksturinn af söfnuninni 1000kr sem þeir færðu Rauða krossinum til þess að hjálpa öðrum.

Rauði krossinn metur mikils framtak þeirra en framlagið rennur í sérstakan hjálparsjóð á landsvísu. Einu sinni á ári er ráðstafað úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis.

Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.