Sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild aðstoða vegna brunans

23. nóv. 2004

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar taka þátt í aðgerðum Reykjavíkurdeildar og Rauða kross Íslands til aðstoðar þeim sem yfirgefa þurftu heimili sín vegna brunans í enduvinnslufyrirtækinu Hringrás við Klettagarða. Um tvö hundruð manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla í nótt en stöðin hefur nú verið færð í KFUM heimilið á Holtavegi 28.