Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi

17. des. 2004

Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins og mæðrastyrksnefndar Kópavogs við afhendingu styrksins.  
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs munu starfa saman að neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs annast úthlutun á matarstyrkjum til fjölskyldna í neyð með stuðningi frá Kópavogsdeild Rauða krossins sem nýverið afhenti Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Kópavogsdeild Rauða krossins getur einnig haft milligöngu um að koma umsóknum um aðstoð til Mæðrastyrksnefndar.

Opnunartími mæðrastyrksnefndar í Fannborg 5 er eftirfarandi:
Föstudaginn 17. desember kl. 16-18
Mánudaginn 20. desember kl. 16-19
Þriðjudaginn 21. desember kl. 16-18