Vel heppnuð aðventuhátíð heimsóknavina í Sunnuhlíð

22. des. 2004

Heimsóknarvinir ásamt íbúa Sunnuhlíðar á góðri stundu.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar skipulögðu nýverið aðventuhátíð í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Öllum vistmönnum Sunnuhlíðar var boðið og höfðu heimsóknavinir skipulagt veglega dagskrá. Tvö ungmenni spiluðu jólalög á klarínettu, lesin var jólasaga og 40 manna barnakór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttir söng nokkur vel valin jólalög. Einn heimsóknavinur, Sigríður Guðmundsdóttir, hafði tekið að sér að baka kökur fyrir gesti og veitingarnar og skemmtiatriðin heppnuðust einkar vel.

 
Öflugur hópur um 20 sjálfboðaliða

Fjöldi gesta fylgdist með skemmtiatriðum á aðventuhátíðinni.

Kópavogsdeildar tengist Sunnuhlíð. Alla virka daga, fyrir og eftir hádegi, standa sjálfboðaliðarnir fyrir samverustundum þar sem þeir spjalla við íbúana og lesa fyrir þá. Sjálfboðaliðar fara einnig í gönguferðir með þá sem vilja, spila á spil og tefla við áhugasama. Með jöfnu millibili eru síðan viðburðir á borð við bingó, dagsferðir og öskudagsfagnað.