Nemendur í MK sýna sjálfboðnu starfi áhuga

15. feb. 2005

Nemendur Menntaskólans í Kópavogi fengu nýverið kynningu á sjálfboðnu starfi Kópavogsdeildar Rauða krossins. Kynningin var í höndum Kamillu Ingibergsdóttur, framkvæmdastjóra deildarinnar, og Pálínu Jónsdóttur heimsóknavinar en þær ræddu um stöðu aldraðra og kynntu fjölbreytt verkefni deildarinnar.

Nemendurnir, sem allir eru í áfanga um þroskasálfræði, sýndu starfinu mikinn áhuga og fjöldi þeirra hefur í hyggju að gerast sjálfboðaliðar. Kópavogsdeild býður þau hjartanlega velkomin til starfa.