Rauði krossinn gefur út bækling um skyndihjálp

16. feb. 2005

Rauði kross Íslands hefur gefið út bækling í skyndihjálp sem inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð. Markmiðið með bæklingnum er að kynna fyrir almenningi helstu atriði skyndihjálpar með stuttum og hnitmiðuðum hætti og myndrænni lýsingu. Allar myndir í bæklingnum sýna rétt viðbrögð.

Bæklingurinn tekur á þremur megin þáttum; endurlífgun, slysum og bráðum veikindum. Í bæklingnum er einnig upplýsingar um sálrænan stuðning og Rauða kross hreyfinguna. Innihald bæklingsins er aðeins ítarlegra en innihald veggspjaldsins í skyndihjálp sem Rauði krossinn gaf út í janúar og dreifði m.a. í alla skóla landsins. Sérfræðiráðgjöf við gerð bæklingins veitti Hjalti Már Björnsson læknir.

Bæklingnum verður dreift í skyndihjálpartöskur Rauða krossins og á skyndihjálparnámskeiðum auk þess að vera seldur til fyrirtækja. Hægt er að nálgast bæklinginn á landsskrifstofu Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9.